Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Við urðum bara vélarvana“
    Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kemur með Fjölni GK til Grindavíkur í gærkvöldi. Hafnsögubáturinn Bjarni Þór fylgir í kjölfarið. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • „Við urðum bara vélarvana“
Þriðjudagur 23. febrúar 2016 kl. 10:08

„Við urðum bara vélarvana“

– Fjölnir GK dreginn vélarvana til Grindavíkur

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík var kallað út á þriðja tímanum í gærdag þegar línuskipið Fjölnir GK frá Grindavík varð vélarvana um 30 sjómílur suður af Grindavík.

Útkall þar sem óskað var eftir aðstoð björgunarskipsins barst á þriðja tímanum í gærdag. Engin hætta var á ferðum enda veður stillt.

Það tók björgunarskipið um tvær klukkustundir að komast að Fjölni GK. Ferðin til Grindavíkur sóttist hins vegar seint en skipin voru komin til Grindavíkur skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.

„Við urðum bara vélarvana,“ sagði Rúnar Friðþjófsson, skipsstjóri á Fjölni við blaðamann Víkurfrétta þegar skipið var bundið við bryggju. Fjölnir GK er kominn til ára sinna en nýr Fjölnir GK liggur bundinn við bryggju í Grindavík en hann mun koma í stað eldra skips fljótlega.

Myndirnar voru teknar þegar Oddur V. Gíslason kom með Fjölni GK til Grindavíkur í gærkvöldi. Hafnsögubáturinn Bjarni Þór hjálpaði einnig til á lokametrunum.



Skipin komin til hafnar í Grindavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.





VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024