Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Við öllu búin á fjöldahjálparstöð Rauða krossins
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 11:59

Við öllu búin á fjöldahjálparstöð Rauða krossins

Í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þá kemur fram að „þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir.“

Fanney Grétarsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins á Suðurnesjum, segir lítið hafa verið af fólki frá því að þau opnuðu fjöldahjálparstöðina en að þau séu öllu búin í ljósi þess að verra veður sé í kortunum. „Þetta fer rólega af stað en veðurspáin er ekki góð og því megum við alveg búast við fleira fólki hér í dag. Við erum við öllu búin,“ segir Fanney.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024