Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Við lokum þessu eiturbatteríi
Bæjarbúar eru ósáttir með kísilverið í Helguvík.
Föstudagur 11. ágúst 2017 kl. 09:38

Við lokum þessu eiturbatteríi

Íbúar Reykjanesbæjar hafa mikið rætt á samfélagsmiðlum um lykt sem þeir telja koma frá kísilveri United Silicon í Helguvík. Í Facebook hópnum „Reykjanesbær- gerum góðan bæ betri“ hafa margir tjáð sig um málið og eru bæjarbúar vægast sagt ósáttir.

„Það verður að loka öllum gluggum en samt vaknar maður með límd augu og þvílíkan þurrk í hálsi. Það þarf að endurþvo allan þvott sem hékk úti í nótt,“ segir María. Heiðar hvetur fólk til að senda inn kvörtun til Umhverfisstofnunar í hvert sinn sem vottur af mengun og reykjarfnyki finnist. „Dropinn holar steininn, við lokum þessu eiturbatteríi,“ segir Heiðar. Magnea tekur undir með hinum tveimur og segist hafa vaknað „handónýt“ í morgun, stífluð og með þurrk í augunum. „Mér líst ekkert á þetta, börnin leika úti og minn yngsti sefur úti alla daga.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024