Við fyrsta hanagal
Kallað til lögreglu vegna sígalandi hana
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis, að hani nokkur, staðsettur í parhúsi í umdæminu, væri til stórra vandræða. Hann léti í sér heyra á öllum tímum sólarhrings, ekki síst á nóttunni og væri þá ekkert á lágu nótunum.
Hefði hann ýmist haldið fólki vakandi stóran hluta nætur, eða vakið þá sem náðu að festa svefn. Lögregla ræddi við eiganda hanans sem lofaði að fjarlægja hann úr þéttbýlinu. Nágrönnum var greint frá því og önduðu þeir léttar.