Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Við erum yfirleitt góðir vinir“
Miðvikudagur 30. október 2002 kl. 14:33

„Við erum yfirleitt góðir vinir“

- segja hressir þríburar úr Grindavík

Þríburabræðurnir Gunnar Jón, Sævar Guðmundur og Arnar Már eru 8 ára og búa í Grindavík, en fjölskyldan fluttist frá Húsavík fyrir fjórum árum. Foreldrar þeirra eru Sigurður Jón Petersen og Kristjana Sævarsdóttir, en þau eiga saman alls 6 börn. Þríburabræðurnir segjast vera mjög góðir vinir, svona yfirleitt: „Við erum yfirleitt góðir vinir, en rífumst stundum og stríðum stundum hver öðrum,“ segir Arnar Már en hann kom fyrstur í heiminn af þeim bræðrum. Þeim bræðrum þykir gaman að vera í skólanum og segja þeir að skemmtilegast sé í frímínútum og í leikfimi. Þeir eru allir í 3. Á. í Grunnskóla Grindavíkur og eru alltaf allir eins klæddir. Strákunum líst vel á að þríburastelpurnar séu komnar í bæinn, en eins og fram kom í Víkurfréttum fyrir stuttu fæddust þar þríburar í september. Strákarnir vonast til að geta heimsótt stelpurnar fljótlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024