Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Við erum líka“
    Félagar úr leikfélaginu Bestu vinir í bænum.
  • „Við erum líka“
    Jenný Magnúsdóttir.
Þriðjudagur 25. mars 2014 kl. 14:04

„Við erum líka“

Verkefni á hátíðinni Listir án landamæra.

„Flest höfum við velt fyrir okkur draumastarfinu. Sumir eru að gegna því nú þegar, aðrir eru að vinna í því að öðlast það og enn aðrir láta sig bara dreyma. Einstaklingar með fötlun eiga sér líka draum um störf en hafa ekki alltaf sama möguleika og aðrir að uppfylla drauminn sinn,“ segir Jenný Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS. Hún situr einnig í stjórn Listar án landamæra.

Eitt verkefna á listahátíðinni List án landamæra, sem opnar 24. apríl, er að minna á að fatlaðir eigi sér líka drauma. „Hugmyndin er að kíkja í heimsókn í ýmis fyrirtæki og stofnanir sem einstaklingarnir hafa valið sem sín draumastörf. Þau fá aðeins innsýn inní störfin, fá að máta einkennisbúninga og verður tekin af þeim mynd. Myndin verður síðan prentuð á efni sem er ca. 250 cm x 120 cm og geta fyrirtæki og stofnanir keypt mynd,“ segir Jenný og bætir við að ekki sé nauðsynlegt að sömu fyrirtæki eða stofnanir sem myndin er tekin í kaupi, heldur geti allir tekið þátt. „Til dæmis gæti verið tekin mynd af einstaklingi í einkennisklæðnaði prests sem gæti síðan verið hengd upp í banka. Þetta er frábært tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir að styrkja gott og skemmtilegt málefni og um leið að styrkja ímynd sína í samfélaginu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin kostar 40.000 kr. og prentaðar verða tvær myndir af hverjum einstaklingi. Önnur þeirra fer á sýningunni List án landamæra í Ráðhúsi Reykjanesbæjar sem opnuð verður, eins og áður segir, þann 24. apríl.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Jennýju í síma 848-3995 eða í gegnum netfang [email protected].

Leikfélagið Bestu vinir í bænum var stofnað í kringum List án landamæra.