Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VG lýsir furðu á einkavæðingu öryggiseftirlits í Leifsstöð
Miðvikudagur 19. júlí 2006 kl. 14:29

VG lýsir furðu á einkavæðingu öryggiseftirlits í Leifsstöð

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er furðu á þeirri ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli. Tekur flokkurinn undir varnaðarorð talsmanna Landssambands lögreglumanna og Tollvarðafélags Íslands um hve misráðin þessi ráðstöfun sé.
„Fráleitt er að fela einkaaðilum lögregluvald, sem með þessu fyrirkomulagi er í reynd verið að gera. Auk þess eru öryggisfyrirtæki á markaði rekin með það að leiðarljósi að skila eigendum sínum hagnaði og stangast það á við almannahagsmuni þegar um er að ræða almenna öryggisgæslu," segir í ályktuninni og segist þingflokkurinn krefjast þess að horfið verði frá þessari ráðstöfun þegar í stað.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024