Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VG á Suðurnesjum styðja herþotuleigu
Fimmtudagur 18. mars 2010 kl. 20:23

VG á Suðurnesjum styðja herþotuleigu

Agnar Sigurbjörnsson, formaður Vinstri Grænna á Suðurnesjum, styður áform hollensks fyrirtækis sem ætlar að flytja hingað óvopnaðar herþotur og leigja út til æfinga. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins.


Agnar Sigurbjörnsson, formaður Vinstri Grænna á Suðurnesjum, segir að afstaða félagsins markist af því atvinnuleysi sem verið hefur og er á Suðurnesjum. „Þetta er í raun og veru það eina sem við sjáum í pípunum í dag varðandi atvinnu fyrir fólk. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu að setja okkur upp á móti þessu,“ segir Agnar og bætit við að Íslendingar búi við þannig aðstæður í dag að aðeins verði að liðka til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024