VF blað um fermingar
Víkurfréttir munu gera fermingum á Suðurnesjum góð skil í næstu viku. Með venjulegri útgáfu VF mun einnig fylgja sérblað um fermingar, með nöfnum og heimilisföngum allra fermingarbarna sem og og nöfnum foreldra . Þá verður skemmtileg og fjölbreytt umfjöllun um efni tengt fermingunni, sem og auglýsingar. Auglýsendur eru beðnir að hafa samband við auglýsingadeild VF sem fyrst.