VF BÍLAR á fimmtudaginn
VF BÍLAR fylgja Víkurfréttum á fimmtudaginn. Í sérblaðinu er að finna fjölbreytt efni tengt bílum og þjónustu þeim tengdum. Blaðamenn VF BÍLA hafa verið síðustu daga í bílskúrum með grúskurum og á bílasölum að skoða nýja bíla. Tími mótorhjólanna fer að hefjast og við skoðum glæsilegan mótorfák sem meðal annars hefur notið þess heiðurs að vera stofudjásn.Í blaðinu á fimmtudag er einnig umfjöllun um akstursíþróttir og ýmislegt fleira. Þeir sem vilja koma að auglýsingum eða efni sem tengist VF BÍLUM, þá er opið fyrir auglýsingar og efni til kl. 17:00 í dag.