VF 1993: Ráðist á lögreglustöðina!
Úr Víkurfréttum fimmtudaginn 4. mars 1993
Töluverðar skemmdir voru unnar á lögreglustöðinni í Grindavík aðfaranótt þriðjudags, þegar tveir piltar, 16 og 20 ára, brutu fjórar stórar rúður og gerðu sig líklega til að skemma innanstokksmuni. Hér er Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, með rúðubrot, sem er táknrænt fyrir atburðinn. Mynd: hbb