VF 1993: Krókódílar og risaköngulær stöðvaðar
Úr Víkurfréttum fimmtudaginn 4. mars 1993
Tveir Íslendingar voru handteknir í Leifsstöð við komu til landsins á þriðjudag. Voru þeir með 2 krókódíla innan klæða, auk þess sem þeir höfðu falið 6 risakóngulær, 6 fenjafroska, einn spordreka og tvær mýs í farangri sínum. Voru dýrin gerð upptæk og færð meindýraeyði í Keflavík til aflífunar. Mennirnir voru að koma frá Amsterdam og fannst þessi óvenjulegi óheimili innflutningur við skyndikönnun í tollinum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				