Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VF 1993: 4000 baðgestir um páskana
Samkvæmt dagatalinu er ekki komið sumar, en það var sannkallað sumarveður við Bláa lónið um páskana. Þessa mynd tók Hilmar Bragi á páskadag en þá komu yfir 1000 gestir í lónið og nutu veðurblíðunnar.
Þriðjudagur 9. febrúar 2021 kl. 07:50

VF 1993: 4000 baðgestir um páskana

Úr Víkurfréttum fimmtudaginn 15. apríl 1993

Það var sannkallað sumarveður sem lék við Suðurnesjamenn um páskana og margir lögðu land undir fót. Um 4000 manns, af Suðurnesjum og víðar, lögðu leið sína í Bláa lónið til að sleikja sólina og spóka sig í góða veðrinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Baðhússins, sagði í samtali við Víkurfréttir að mest annríki hafi verið á páskadag, þegar yfir 1000 gestir komu í lónið.

Besta veðrið var hins vegar á föstudaginn langa en þá komu um 900 gestir í lónið. Nú er unnið að fullum krafti við stækkun baðhússins, sem verður tilbúin á næstu vikum. Í sumar, þegar hver hitabylgjan á fætur annarri verður á Suðurnesjum, verður því mun meira pláss í búningsklefum við lónið.