Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

VF 1988: OLÍUMENGAÐ GRUNNVATN
Víkurfréttir eru að taka saman úrval gamalla frétta úr 40 ára útgáfusögu blaðsins.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
laugardaginn 30. janúar 2021 kl. 06:28

VF 1988: OLÍUMENGAÐ GRUNNVATN

Við áframhaldandi rannsóknir á því svæði sem olían fór niður, ofan við Njarðvík á dögunum, hefur komið í ljós að jarðvegurinn hélt ekki olíunni og hefur hún því komist ofan í grunnvatnið og mengað það. Hafa Njarðvíkingar þegar lokað einni borholu í öryggisskyni.

Þó yfirvöld vonist nú til að straumar liggi þannig að olían berist til sjávar, eru aðilar þó viðbúnir því versta og leggjast því allir á eitt til að bjarga vatnsbólum Njarðvíkinga og hugsanlega Keflvíkinga, að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, heilbrigðisfulltrúa. Þær lausnir sem menn sjá helst í stöðunni er að flytja vatnsbólin út fyrir byggðina, sem að sjálfsögðu er langtímasjónarmið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er fylgst mjög gaumgæfilega með ferli olíumengunarinnar en mjög erfitt er að gera sérgrein fyrir því hvað mengunin verði fljót að komast í borholurnar. Er talið að það geti allt eins tekið nokkur ár og þá marga tugi ára að hreinsast aftur.

VF.is birtir eldra efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli. Meðfylgjandi grein birtist 7. janúar 1988.