Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vetur og sumar frusu saman
Fimmtudagur 19. apríl 2012 kl. 08:34

Vetur og sumar frusu saman



Vetur og sumar frusu saman víða um land nýliðna nótt, þar á meðal á Suðurnesjum. Samkvæmt gamalli íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef saman frýs vetur og sumar en með því er átt að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.

Veðurhorfur á landinu fimmtudagur - sumardagurinn fyrsti

Norðaustan strekkingur við austur- og suðausturströndina, 8-15 m/s hvassast við sjóinn, ennfremur 8-13 m/s norðvestan til annars hægari, 3-10 m/s. Stöku él norðaustan og austanlands annars yfirleitt úrkomulaust og bjart veður. Hiti 2-6 stig suðvestan til að deginum annars hiti nálægt frostmarki við ströndina en frost til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024