Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vetri fagnað á Hlévangi
Föstudagur 2. nóvember 2018 kl. 13:32

Vetri fagnað á Hlévangi

Íbúar, aðstandendur og starfsfólk Hrafnistu á Hlévangi í Reykjanesbæ fögnuðu vetrarbyrjun að kvöldi 1. nóvember og tóku rúmlega 60 manns þátt í gleðinni. Svavar Knútur og Berta Dröfn sáu um veislustjórn og skemmtan. 
 
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri var heiðursgestur kvöldsins og við það tækifæri undirrituðu hann og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, m.a. samstarfssamning um þær lagfæringar á húsnæði Hlévangs sem ráðist verður í á næstunni. 
 
Kjartan Már undirritaði samninginn f.h. eigenda húsnæðisins sem eru Reykjanesbær, Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjamanna, Sandgerði, Garður og Vogar, sem greiða 60% kostnaðar og Framkvæmdasjóður aldraðra 40%. 
 
Voru þetta miklar gleðifregnir fyrir íbúa Hlévangs, aðstandendur þeirra og starfsfólk.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024