Vetrarstemmning á Suðurnesjum
Það hefur verið jólalegt um að litast á Suðurnesjum í fyrstu viku aðventunnar. Þó snjórinn tefji stundum för og frostið bíti kinn, finnst mörgum þetta veðurlag vel til þess fallið að auka á stemmninguna í aðdraganda jólanna. Að þeim loknum megi snjórinn hverfa.
Jólaundirbúningurinn er nú kominn á fullt, út um allan bæ er fólk að baka sörur og gera laufabrauð, sækja aðventutónleika og jólamarkaði, svo nokkuð sé nefnt af því sem fólk tekur sér fyrir hendur á þessum tíma, sem í hugum flestra þykir skemmtilegasti árstíminn.
Ellert Grétarsson, var á ferð um Reykjanesbæ með myndavélina nú í vikunni þegar veturinn skartaði sínu fegursta á milli élja. Myndirnar hans má sjá á ljósmyndavef Víkurfrétta með því smella hér.
Þess má geta að úrval af fallegum landslagsmyndum Ellerts er til sölu á jólamarkaðinum í göngugötu Icelandair Hotel í Reykjanesbæ.