Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vetrarstarfið að hefjast hjá Samtökum atvinnurekenda
Þriðjudagur 7. september 2021 kl. 07:29

Vetrarstarfið að hefjast hjá Samtökum atvinnurekenda

Fyrsti atvinnumálafundurinn 9. september

Samtök atvinnurekenda Reykjanesi eru að hefja vetrarstarfið og boða til atvinnumálafunda fyrir sína félagsmenn. SAR varð tíu ára á síðasta ári en þá var ekkert gert sérstaklega vegna Covid-19. Ákveðið var á stjórnarfundi að gera smá áherslubreytingar seinnipart ársins 2021 í tilefni afmælisársins. Frá 2014 hafa verið atvinnumálfundir á tveggja mánaða fresti sem tókust mjög vel og voru vel sóttir.

Nú verða þær breytingar að haldnir verða atvinnumálafundir (hádegissúpufundir) mánaðarlega næstu mánuði til prufu og það svo endurskoðað um áramót. Til að virkja stjórnina betur var ákveðið að vera með fjóra, fimm fundi á ári sem eru hádegisfundir (súpufundir) þar sem koma aðilar úr atvinnulífinu til skrafs og ráðagerða með stjórnarmönnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til liðs við samtökin hafa bæst við nokkur ný fyrirtæki frá aðalfundi sem var í apríl 2021 en árgjald er kr. 45.000.

Næsti stjórnarfundur verður þann 23. september og síðan 15. nóvember næstkomandi.

Atvinnumálafundir fyrir félagsmenn verða með þessum hætti framundan og eru tilraun til að sjá hvernig til tekst:

9. september 2021. Hótel Marriott.  Kynnt verður fyrirtækið IðunnH2 sem hyggst hefja vetnisframleiðslu í Helguvík.

14. október 2021. Hótel Keflavík. HS Orka mun kynna starfsemi sína.

11. nóvember 2021. Hótel Marriott. Kynning á verkefnum á öryggissvæðunum.

Fundir þessir eru fyrir félagsmenn og gesti SAR. Ef einhver fyrirtæki hafa áhuga á að bætast í hópinn eða fá upplýsingar um sögu SAR þá senda tölvupóst á [email protected]