Vetrarríki á Suðurnesjum og alhvít jörð
Það er mjög vetrarlegt um að litast á Suðurnesjum þessa stundina og alhvít jörð. Þykk og mikil snjókoma hefur verið frá því um kvöldmatartíma og rétt núna að dregið hefur úr snjókomunni.
Vegir eru margir hverjir flughálir, enda snjórinn blautur og treðst auðveldlega niður. Búast má við örtröð á dekkjaverkstæðum strax á morgun, enda búist við því að snjóinn taki ekki upp strax, a.m.k. ekki á morgun, samkvæmt verðurfréttum í kvöld.
Myndin er tekin á Reykjanesbraut við Fitjar nú í kvöld.