Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness á föstudag
Vetrarfundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Markaðsstofu Reykjaness verður haldinn föstudaginn 29. janúar kl. 9 – 10:30. Á fundinum verður farið yfir horfur í atvinnumálum með hækkandi sól og staðan fyrir sumarið tekin. Farið verður yfir möguleika á uppbyggingu, bókunarstöðu og þær breytingar sem framundan eru hjá flugrekstraraðilum til þess að bregðast við breyttri stöðu ferðaþjónustunnar vegna covid.
Erindi halda Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn á Teams en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 28. janúar nk.