Vetrarfærðin kostaði mun meira árið 2015
Kostnaðurinn jókst um átta milljónir í Reykjanesbæ
Vetrarfærðin kostaði Reykjanesbæ tæplega átta milljónum meira árið 2015 heldur en árið þar á undan. Kostnaður vegna vetrarþjónustu var 26,5 milljónir árið 2014 en jókst í 34,5 milljónir árið 2015.
Snjómokstur kostaði bæjarfélagið 13,9 milljónir árið 2015 miðað við 10,9 milljónir árið 2014.
Saltkaup er stærsti kostnaðarliðurinn hjá Reykjanesbæ en árið 2015 kostaði það rúmar tíu milljónir að salta götur og gangstíga bæjarins. Árið áður var sá kostnaður rétt undir átta milljónum fyrir saltið. Ef síðustu tvö ár eru tekin saman er kostnaðurinn rúm 61 milljón fyrir vetrarþjónustu í Reykjanesbæ.
Það sem af er árinu 2016 er kostnaður tæp milljón krónur eins og sjá má í töflu með sundurliðuðum kostnaði hér að neðan frá Reykjanesbæ.