Vetrarfærð á Reykjanesbraut
Sannkölluð vetrarfærð er núna á Reykjanesbrautinni, þæfingur og hálka. Mikið hefur snjóað á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn og snjóruðningstæki hafa vart undan að hreinsa helstu leiðir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjanesbrautinni nú áðan þar sem snjóruðningstækin voru í óðaönn að hreinsa brautina. Neðsta myndin sýnir svo hvar rúta brunar framhjá bíl ljósmyndarans og sýnir vel færið á brautinni.
Kl. 15 var austlæg átt, yfirleitt 5-13 m/s en hvassari á NA horninu. Víða él, en rigning SA-til. Hiti var austanátt, 10-18 m/s, um landið NA-til, 8-15 m/s NV-til en hægari vindur s-til á landinu. Víða éljagangur og skafrenningur en rignign SA-lands. Hlýjast var 3 stiga hiti í Surtsey, en kaldast 4 stiga frost á Þeistareykjum.
Veðurhorfur á landinu
Yfirleitt A-læg átt 5-10 m/s, en hvasari NA-til í fyrstu. Él. Breytileg átt, 5-13 í kvöld og víða snjókoma eða él en úrkomulítið NA-til í nótt. Vaxandi norðanátt í fyrramálið fyrst NV-til, 18-23 m/s á Vestfjörðum síðdegis og um allt V-vert landið annað kvöld en vaxndi suðvestanátt með SA-ströndinni. Ofankoma í flestum landshlutum en úrkomulítið S-til um miðjan dag. Hiti nálægt frostmarki. S- og V-til í dag, en annars 0 til 8 stiga frost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 m/s og él. Dregur úr ofankomu á morgun. Gengur í norðan 13-18 annað kvöld með éljum. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Norðanátt, talsvert frost um allt land og snjókoma N-til á fimmtudag, en suðlægar áttir og úrkoma um helgina og hlýnar um tíma en kólnar aftur á sunnudag. Aftur útlit fyrir suðlægar áttir og hlýnandi veður á mánudag.