Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 3. apríl 2002 kl. 16:26

Vetnisherstöðin á Keflavíkurflugvelli

Bandaríkjamenn íhuga nú alvarlega boð Íslendinga um að vetnisvæða samfélagið í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Íslenska ríkið hyggst verja 80 milljónum króna á þessu ári til að kanna vetnisvæðingu skipa og bifreiða. Íslensk NýOrka sér um framkvæmd vetnisverkefna hér á landi í samvinnu við erlenda aðila og með stuðningi Evrópusambandsins. Einnig er von á frekari styrkveitingum frá ESB t.d. með vetnisvinnslu til útflutnings í huga. Fjallað hefur verið um málið í hátt á áttunda tug virtra erlendra fjölmiðla og sjónvarpsþættir um málið hafa verið gerðir víða um heim. George Bush forseta Bandaríkjanna hefur verið ráðlagt að fara til Íslands til að kynna sér vetnismálið enda finnst Bandaríkjamönnum her þeirra þurfa að hafa aðgang að tækni sem slíkri. Íslendingar hafa boðið þeim að byggja upp fyrstu vetnisherstöðina í heiminum á Keflavíkurflugvelli. Hægt væri að framleiða vetnið í Svartsengi og nú er málið til skoðunar hjá Bandaríkjamönnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024