Vestlægt eða breytileg átt
Í morgun var suðvestan 8-13 m/s vestanlands og él en annars breytileg átt, 3-8, skýjað með köflum eða léttskýjað. Frost 0 til 17 stig, minnst á Bjargtöngum, en mest á Brú á Jökuldal.
Skammt vestur af Bjargtöngum er kröpp 965 mb lægð sem þokast austur. Um 700 km norðaustur af Dalatanga er 962 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Um 450 suður af Stórhöfða er 967 mb lægð sem fer allhratt ANA.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og sums staðar él, en heldur hvassari norðanátt á Vestfjörðum og við Húnaflóa síðdegis og éljagangur. Suðvestan 5-10 á morgun og og él vestantil. Frost 0 til 15 stig mildast við suðurströndina, en kaldast inn til landsins.