Vestlægar áttir
Veðurstofa Íslands spáir vestlægri átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 vestantil síðdegis og fram á nótt. Skýjað að mestu og smáskúrir eða súld vestanlands og á annesjum norðanlands, en annars bjartviðri. Sunnan 5-10 og fer að rigna sunnan- og vestanlands í fyrramálið, en einnig norðan- og austantil síðdegis á morgun. Bætir smám saman í vind þegar líður á morgundaginn. Hiti 3 til 8 stig í dag og nótt, en fer síðan hægt hlýnandi.