Vestlæg átt og él
Veðurhorfur klukkan 06:00 í morgun voru þær að búast má við vestlægri átt 8-15 m/s og él. Frost 1 til 7 stig. Sunnan 13-18 með snjókomu og síðan slyddu eða rigningu í nótt.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vestlæg átt, víða 10-15 m/s og él, en bjartviðri austanlands. Frost 0 til 10 stig. Gengur í sunnan 13-18 og snjókoma í nótt, en slydda eða rigning sunnan- og vestanlands. Hlýnandi í bili. Snýst í hvassa suðvestanátt með skúrum á morgun, en él um kvöldið.