Vestan stormur eða rok - Appelsínugul viðvörun
Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands tekur gildi á Suðurnesjum núna kl. 10 og stendur til kl. 18 síðdegis.
Vestan 18-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s. Hvassast á Reykjanesi og þar má einnig búast við miklum áhlaðanda.
Einnig má búast við skúrum og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Varasamt ferðaveður og nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.