Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vespa og bifreið skullu saman
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 10:05

Vespa og bifreið skullu saman

Töluvert hefur verið um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á undanförnum dögum. Piltur sem ók vespu yfir gangstíg á Faxabraut í  fyrrakvöld varð fyrir því að vespan og bifreið sem ekið var eftir Faxabrautinni skullu saman. Annar piltur var farþegi á vespunni. Þeir voru fluttir undir læknis hendur en munu ekki hafa slasast alvarlega.

Þá varð þriggja bifreiða árekstur nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ökumaður einnar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega slasaður.
Loks var ekið á tvær mannlausar bifreiðir á Ásbrú. Sá sem það gerði gaf sig svo fram á lögreglustöð skömmu síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024