Veski hlaðið skilríkjum tapaðist
Svart karlmanns seðlaveski, hlaðið skilríkjum, tapaðist á leiðinni frá Hrannargötu í Keflavík, um hafnarsvæðið í Keflavík og inn að Njarðvíkurhöfn í gær. Í veskinu eru fjöldi skilríkja sem segja til um ökuréttindi, vinnuvélaréttindi og ýmislegt fleira. Þá eru einhverjir fjármunir í veskinu. Eiganda veskisins er mikið í mun að fá skilríkin aftur en sagðist í samtali við Víkurfréttir vera til í að sjá af þeim fjármunum sem í veskinu voru. Finnandi getur komið veskinu til Víkurfrétta, sem síðan koma því til eiganda þess. Finni fólk skilríki á víðavangi, stíluð á karlmannsnafnið Þórð, má koma þeim til Víkurfrétta.