Verulegur aflasamdráttur fyrstu átta mánuðina
Verulegur aflasamdráttur er á milli ára í Suðurnesjahöfnum fyrstu átta mánuði ársins. Þannig var heildaraflinn í ár aðeins 62,566 tonn samanborðið við 94,371 tonn í fyrra á þessu tímabili.
Í Grindavík dróst heildaraflinn saman um nær 17 þúsund tonn fyrstu átta mánuði ársins á milli ára. Í fyrra nam hann ríflega 51 þúsund tonnum á þessu tímabili samanborið við ríflega 34 tonn á þessu ári.
Í Sandgerði fer aflinn úr 15,677 tonnum niður í 13,691 tonn. Í Keflavík minnkar aflinn úr 27,562 tonnum niður í 14,543 tonn, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Kvótaskerðing ríkisvaldsins og léleg loðnuvertíð eru helstu áhrifavaldarnir.
Mynd/elg