Verulegt hvassviðri og snjókoma á morgun
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag. Norðan 15-23 m/s og skýjað. Vægt frost. Norðan 18-25 og él á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 18-25 m/s og mjög snarpir vindstrengir við fjöll. Snjókoma, einkum N-til á landinu, en rigning eða slydda við A-ströndina. Frostlaust á SA-landi og Austjörðum, annars 0 til 5 stiga frost.
Á laugardag:
Hvöss norðanátt. Úrkomulítið SV-lands, annars slydda eða snjókoma, en rigning austast. Hiti breytist lítið.