Verulega sér á sjóvarnagarði frá Garðskaga að Útskálum
Bæjarráð Garðs hefur falið byggingafulltrúa sveitarfélagsins að senda athugasemdir vegna sjóvarna í Garði til Siglingastofnunar fyrir 31. ágúst nk. Tilefnið er bréf frá Siglingastofnun um sjóvarnaskýrslu.
Garður sendi ósk um endurbætur á sjávarvörnum í ágúst 2010 til Siglingastofnunar og Fjárlaganefndar, en verulega sér á sjóvarnargarðinum frá Útskálum að Garðskaga á köflum.
Siglingastofnun var send skýrsla með myndum af ástandi sjóvarna í Garði.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson í eftirlitsflugi með Landhelgisgæslunni í lok júní 2011.