Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vertu snjall undir stýri
Fimmtudagur 2. nóvember 2017 kl. 07:00

Vertu snjall undir stýri

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur hrint af stað verkefninu „Vertu snjall undir stýri“ og felst átakið í þeirri samfélagslegu ábyrgð að nota ekki snjalltæki undir stýri. Bílar UPS hafa verið merktir með merkingunni „Hafðu augun á veginum- Ekki í símanum“ og tekur UPS þannig þátt í verkefninu og leggur því lið. Fleiri fyrirtæki taka þátt í átakinu sem eru með atvinnubílstjóra í umferðinni. Andlit átaksins eru Svali á K100, Páll Óskar og snapparinn Sólrún Diego.

Mikil umræða hefur farið fram undanfarið um það hversu margir nota snjalltæki undir stýri og hefur þetta aukið slysahættu töluvert en ef bílstjóri lítur af veginum í aðeins fimm sekúndur og lítur á símaskjáinn þá er keyrir/ekur hann jafn langt og samsvarar heilum fótboltavelli. Í dag má rekja allt að 25% af öllum umferðaslysum til notkunar snjalltækja undir stýri.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024