Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 17. nóvember 2000 kl. 10:03

Verslunin Würth opnar á Iðavöllum: Allt fyrir fagmennina

„Við tókum við húsnæðinu að Iðavöllum 3, 1. september sl. og það má heita að það hafi verið opið síðan. Viðtökur hafa verið mjög góðar en Würth byggir sína starfsemi aðallega á heimsóknum sölumanna og persónulegri þjónustu“, segir Ólafur Eyjólfsson, þjónustustjóri. Vöruúrval er mjög gott og að sögn Ólafs mun það örugglega aukast á næstunni. Viðar Arason úr Sandgerði er verslunarstjóri Würth. „Við erum með vörur fyrir allar iðngreinar; skrúfur, bolta, hnoð, múrbolta, suðuvír og tilheyrandi áhöld. Við erum einnig með handverkfæri og efnavöru s.s. smurefni og hreinsiefni. Það má segja að við séum með nánast allt sem fagmenn þurfa til að vinna með“, segir Viðar. Würth verslar að mestu með Würth vörur en er þó með eitt og annað frá öðrum merkjum, svo sem Tork pappír og hreinsiefni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024