Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunin Hrím opnar í flugstöðinni
Verslunin Hrím í Kringlunni.
Laugardagur 4. júní 2022 kl. 09:13

Verslunin Hrím opnar í flugstöðinni

Verslunin Hrím er að opna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og framundan eru talsverðar breytingar á verslunarsvæðinu. 

„Það er virkilega gaman að sjá Leifsstöð lifna við á ný eftir Covid. Spennandi tímar eru framundan og eru margar nýjar verslanir og veitingastaðir að opna. Það mætti segja að Hrím væri hin fullkomna flugstöðvarverslun. Í Hrím er seld íslensk hönnun, skemmtilegar gjafavörur og nytsamlegar vörur fyrir ferðalög. Við hlökkum til að opna og ætlum að þjónusta ferðalanga vel,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Hríms.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024