Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarstjóri á sjötugsaldri hljóp uppi þjóf
Mánudagur 26. maí 2014 kl. 11:31

Verslunarstjóri á sjötugsaldri hljóp uppi þjóf

Vaskur verslunarstjóri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hljóp uppi þjóf um helgina. Hinn fingralangi var á leið út úr versluninni þegar þjófavarnarhlið pípti á hann. Var hann beðinn um að koma aftur inn en neitaði því og tók til fótanna. Verslunarstjórinn, kona á sjötugsaldri, hljóp á eftir manninum, ásamt tveimur viðskiptavinum. Hann hafði ekki komist neina hundrað metra þegar hann var handsamaður og hringt í lögreglu. Maðurinn reyndist hafa stolið vörum fyrir á fjórða tug þúsunda og hafði hann stungið þýfinu inn á sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024