Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmenn á Suðurnesjum fá ekki launahækkun
Miðvikudagur 22. janúar 2014 kl. 14:27

Verslunarmenn á Suðurnesjum fá ekki launahækkun

-Samningurinn felldur.

Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 15. – 20. janúar sl.


Einungis 11,37% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og greiddi afgerandi meirihluti þeirra atkvæði gegn samningnum eða 66,91%. Það eru því 7,6% félagsmanna sem greiddu atkvæði gegn samningnum eða 93 af þeim 1222 sem höfðu rétt til að kjósa.
 
Meginþorri verslunar- og skrifstofufólks samþykkti hins vegar samninginn, þ.m.t. félagsmenn í VR, Suðurlandi og á Akureyri.

Það er því ljóst að ekki verður um neinar launhækkanir að ræða hjá verslunar- og skrifstofufólki á Suðurnesjum um næstu mánaðamót eins og gert var ráð fyrir í nýjum kjarasamningi.

Í Verslunarmannafélagi Suðurnesja eru einungis um 3% af heildarfjölda verslunarmanna á Íslandi og því getur orðið flókið að hnika til þeim samningi sem 95% verslunar- og skrifstofufólks hafa samþykkt.
Boðað verður til fundar í samninganefnd VS til þess að  fara yfir þá stöðu sem upp er komin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024