Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmannahelgin: Halló Mjólká með fjölskyldunni
Laugardagur 1. ágúst 2015 kl. 13:00

Verslunarmannahelgin: Halló Mjólká með fjölskyldunni

-Steinunn Sigmundsdóttir

Steinunn Sigmundsdóttir, fasteignasali á Fermetra ætlar að skella sér á Halló Mjólká um verslunarmannahelgina. „Ég ætla að skella mér í Halló Mjólká um verslunarmannahelgina. Það er svona óformleg útihátíð þar sem að fjölskyldan er alein saman í afskekktri virkjun fyrir vestan í ró og næði. Við eigum von á nokkrum góðum vinum sem ætla að kíkja í heimsókn,“ segir Steinunn.

Við erum búin að panta sól og blíðu. „Grillið verður strappað niður á kerru og tekið með í sveitina og svo ætla ég húsmóðirin að baka Bettý fyrir gestina. „Ég er ógurlegur Bettý sérfræðingur,“ segir Steinunn og hlær dátt. „Helgin verður svo notuð til að hlaða batteríin og njóta þess að vera til, enda eru vestfirðirnir sannkölluð paradís á jörðu, eins og Keflavík auðvitað.“

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024