Verslunarmannahelgarblað Víkurfrétta
- rafræn útgáfa Víkurfrétta komin á netið
Víkurfréttir koma út í dag og verður blaðinu dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum í dag fimmtudag og á morgun, föstudag. Blaðið í þessari viku er 24 síður og það lyktar af verslunarmannahelgi.
Blaðið er stútfullt af stuttum viðtölum við fólk um komandi verslunarmannahelgi og hvað fólk hefur verið að gera í sumar í ferðalögum og þá er jafnvel spurt um hvað taki við hjá fólki eftir helgi.
Blaðið er stútfullt af stuttum viðtölum við fólk um komandi verslunarmannahelgi og hvað fólk hefur verið að gera í sumar í ferðalögum og þá er jafnvel spurt um hvað taki við hjá fólki eftir helgi.
Í blaðinu er einnig greint frá því að nú eru 20 ár liðin frá því Rockville var lokað. Rætt er við Samúel Kára knattspyrnumann og einnig Sveindísi Guðmundsdóttur einkaþjálfara. Þá eru svipmyndir frá Sumarhátíð Hrafnistu og frá skötuveislu í Garði, svo eitthvað sé nefnt af efni Víkurfrétta í þessari viku.