Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarfólk slegið yfir Hagkaupslokun
Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 15:11

Verslunarfólk slegið yfir Hagkaupslokun

Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðunesja sagði að starfsmenn væru mjög slegnir yfir þessu. Þetta hefði komið þeim algjörlega í opna skjöldu. „Á þessum vinnustað ynnu u.þ.b. 35 manns og miðað við atvinnuástandið hér á Suðurnesjum nú, væru atvinnumöguleikar þessa fólks ekki miklir. Mesta atvinnuleysið á landinu væri hér á Suðurnesjum og þetta bætti það ekki“.„Einnig hitt að þetta er fjölmennur kvennavinnustaður og atvinnuleysi meðal kvenna orðið mjög hátt. Vonandi taka þeir Baugmenn ákvörðun um að koma með Bónus hingað. Það gæti dregið eitthvað úr skellinum“, segir Guðbrandur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024