Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarfólk á Suðurnesjum er að standa sig
Laugardagur 13. júní 2009 kl. 14:36

Verslunarfólk á Suðurnesjum er að standa sig

79 % sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til 15 til 16 ára ungmenna.

Fimmtudaginn 4. júní fór fram tóbakskönnun á vegum SamSuð (Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.  Á aðeins 6 af þeim 28 sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 79% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri.
 
Könnunin fór þannig fram að 15 til 16 ára ungmenni fóru á sölustaði og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Ef starfsmaður seldi tóbak fór starfsmaður á vegum SamSuð í verslunina og fékk tóbakið endurgreitt. Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á.
 
Í samskiptum forráðamanna SamSuð við rekstraraðila sölustaða kom fram að nokkuð er um að ungt fólk sem er neitað um afgreiðslu tóbaks vegna aldurs standi fyrir utan verslanir og freisti þess að fá eldra fólk til að kaupa tóbak fyrir sig. Í framkvæmd könnunarinnar sáust merki þessa. 15 ára stúlka sem tók þátt í framkvæmd hennar var neitað um að kaupa tóbak á einum sölustaðum og buðstu þá eldri drengir til að kaupa fyrir hana sem hún vitaskuld þáði ekki.
 
Forráðamenn SamSuð eru ánægðir með tóbakskönnunina. Framkvæmdin gekk vel í góðu samstarfi söluaðila og það er ánægjuefni hversu stór hluti sölustaða seldi ekki tóbak til of ungra einstaklinga.  Líklegt verður að teljast að framhald verði á tóbakskönnunum á vegum SamSuð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024