Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 29. apríl 2002 kl. 10:24

Verslunar- og skrifstofufólk á Keflavíkurflugvelli: Laun hækka um 2,5%

Kaupskránefnd varnarsvæða felldi þann 24. apríl sl. úrskurð í máli Verslunarmannafélags Suðurnesja gegn Starfmannahaldi varnarliðsins. VS hafði krafist launaleiðréttingar vegna félagsmanna sinna í starfi hjá Varnarliðinu vegna launaskriðs á árinu 2001.Úrskurður kaupskrárnefndar var á þá leið að laun félagsmanna VS er starfa hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli skulu hækka um 2,5% frá og með 1. launatímabili í apríl 2002. Þessi hækkun er til viðbótar 3% almennri hækkun samkvæmt kjarasamningi í janúar sl.

Verslunarmannafélag Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024