Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslun á Suðurnesjum: Fjörtíu missa vinnuna með tilkomu Bónus
Miðvikudagur 12. febrúar 2003 kl. 11:20

Verslun á Suðurnesjum: Fjörtíu missa vinnuna með tilkomu Bónus

Hátt í fjörtíu manns munu missa vinnuna í vor og sumar með breytingum í verslun á svæðinu í kjölfar lokunar Hagkaups. Eins og fram hefur komið opnar Bónus verslun á Fitjum í stað Hagkaups og munu um þrjátíu manns missa starfið en 38 störfuðu í Hagkaup og forráðamenn Bónuss hafa sagt að 8-9 starfsmenn muni verða í Bónus.Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er talið líklegt að Samkaup, lang stærsti verslunaraðili á Suðurnesjum, muni segja upp 7 til 9 manns í kjölfar harðnandi samkeppni á markaðnum. Einni verslun í eigu Samkaupa, Miðbæ í Keflavík verður lokað nk. laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024