Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Verne Global mun hýsa Climate Action
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 16:54

Verne Global mun hýsa Climate Action

Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reyknanesbæ, tilkynnti í dag að Climate Action hafi gert samning um að hýsa alla tölvupóstþjónustu sína þar eftir að stofnunin gekk til samninga við Opin kerfi.

Í fréttatilkynningu segir að Climate Action sé leiðandi stofnun á svið sjálfbærrar þróunar, sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum að verkefni sem kallast „United Nations Environment Programme (UNEP)” – sem er fremst á sviði umhverfisverndar og skynsamlegrar nýtingar auðlinda heimsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Climate Action kemur á fót og byggir upp samstarf milli fyrirtækja, stjórnvalda og stofnana til að hraða þróun á alþjóðlegri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og framgangi grænna hagkerfa”. Climate Action gerir þetta með upplýsingamiðlun og því að skapa vettvang þar sem þátttakendur deila þekkingu, tækni og sérþekkingu, með það fyrir augum að koma auga á lausnir á þeim viðfangsefnum sem breyting loftslags og fjölgun mannkyns hefur í för með sér.