Verne Global hugar að byggingu 2. áfanga í Reykjanesbæ
Verne Global, alþjóðlega gagnaverið að Ásbrú í Reykjanesbæ, þarf að huga að byggingu 2. áfanga vegna aukinna viðskipta, með tilkomu nýjasta viðskiptavinarins BMW. Fyrsti viðskiptavinurinn fyrir rúmu ári síðan var bandaríska fyrirtækið Datapipe en síðan hafa bæst við leikjaframleiðandinn CCP, hýsingarfyrirtækið GreenQloud og Opin kerfi. Nýjasti viðskiptavinur Verne er þýski bílaframleiðandinn BMW sem hyggst hýsa þar ofurtölvur fyrir verkfræðinga fyrirtækisins við hönnun á nýjum bílum. Með verulegri aukningu á flutningsstyrk sæstrengjanna Danice og Farice eykst flutningsgeta úr um 5700 Gb/s í 38 þúsund Gb/s og skapar stórbætta samkeppnisstöðu til uppbyggingar þjónustu gagnavera á Íslandi.