Verndum umhverfið og spörum peninga
Nokkur fyrirtæki á Reykjanesi hafa mótað sér umhverfisstefnu. Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar vinnur nú að því að hvetja fleiri fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verkefnið er unnið í tengslum við Staðardagskrá 21 sem Reykjanesbær tekur þátt í. Á næstunni mun ráðið standa fyrir kynningarfundi um mótun umhverfisstefnu í fyrirtækjum en sá fundur verður auglýstur síðar.
Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, formanns Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, eru fyrirtæki hvött til að móta sér umhverfisstefnu vegna þess m.a. að lagaumhverfi fyrirtækja er að breytast. „Fyrirtæki þurfa að gæta þess hvað þau láta frá sér, hvað þau taka inn og
hvernig þau nýta auðlindir. Umhverfisvitundin er orðin sterkari sem kemur m.a. fram í lögum og reglum. Í öðru lagi er hægt að spara fullt af peningum með því að fylgja ákveðinni umhverfisstefnu. Það er beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtæki að nýta auðlindir betur og draga úr ýmis konar sóun. Hvort sem það snýst um að nota minna rafmagn eða fara sparlegar með vatn, nýta pappír og fleira sem keypt er inn, betur. Það kann að fylgja því nokkur kostnaður í upphafi við að koma þessum vinnubrögðum á, en til lengri tíma þá spara menn peninga.“
Iðntæknistofnun, verkfræðistofur og fleiri aðilar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum, hafa í nokkur ár boðið ráðgjöf til fyrirtækja. „Það er mismunandi eftir eðli starfseminnar hverju sinni, hvers þarf að taka tillit til. Markmið komandi funda er að benda fyrirtækjum á hvaða leiðir eru færar á þessu sviði, hvert þau geta leitað eftir ráðgjöf og síðan er þeim hjálpað að stíga fyrstu skrefin“, segir Kjartan Már.
Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, formanns Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, eru fyrirtæki hvött til að móta sér umhverfisstefnu vegna þess m.a. að lagaumhverfi fyrirtækja er að breytast. „Fyrirtæki þurfa að gæta þess hvað þau láta frá sér, hvað þau taka inn og
hvernig þau nýta auðlindir. Umhverfisvitundin er orðin sterkari sem kemur m.a. fram í lögum og reglum. Í öðru lagi er hægt að spara fullt af peningum með því að fylgja ákveðinni umhverfisstefnu. Það er beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtæki að nýta auðlindir betur og draga úr ýmis konar sóun. Hvort sem það snýst um að nota minna rafmagn eða fara sparlegar með vatn, nýta pappír og fleira sem keypt er inn, betur. Það kann að fylgja því nokkur kostnaður í upphafi við að koma þessum vinnubrögðum á, en til lengri tíma þá spara menn peninga.“
Iðntæknistofnun, verkfræðistofur og fleiri aðilar sem hafa sérhæft sig í umhverfismálum, hafa í nokkur ár boðið ráðgjöf til fyrirtækja. „Það er mismunandi eftir eðli starfseminnar hverju sinni, hvers þarf að taka tillit til. Markmið komandi funda er að benda fyrirtækjum á hvaða leiðir eru færar á þessu sviði, hvert þau geta leitað eftir ráðgjöf og síðan er þeim hjálpað að stíga fyrstu skrefin“, segir Kjartan Már.