Verndum börnin okkar
Í Myllubakkaskóla er unnið með að veita athygli og umbun fyrir jákvæða hegðun. Öllu starfi skólans er skipt upp og væntingar um hegðun settar fram. Eitt af því sem unnið er með er hegðun í skólabíl og ferðum á vegum skólans.
Vikuna 21.-25. nóvember var unnið með ferðir og af því tilefni útvegaði SBK strætisvagn og allir nemendur skólans æfðu sig í að bíða eftir bíl, fara í hann og úr. Farið var yfir öryggisatriði sem tengjast ferðum og segja má að mjög vel hafi tekist til.
Að lokum minnum við á endurskinsmerki sem eru nauðsynleg í svartasta skammdeginu.