Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verktökum settar stífari reglur
Sunnudagur 27. september 2009 kl. 10:14

Verktökum settar stífari reglur


Öllum verktökum verður framvegis skylt að sækja um framkvæmdaleyfi vegna gatnaframkvæmda í Reykjanesbæ, samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi nú um mánaðamótin. Þetta á t.d. við þegar grafið er í götur, göngustíga eða stéttar.  Reykjanesbær hefur ákveðið að setja stífari reglur hvað þetta varðar.


„Undanfarin ár hefur verktökum nánast verið frjálst að fara í framkvæmdir á gatnakerfi Reykjanesbæjar án þess að á þeim séu nokkrar kröfur um frágang, merkingar eða samráð haft við aðra. Oft og tíðum verður holumyndun við eða í sári frá verktaka en samt sem áður er Reykjanebær ábyrgur fyrir því tjóni sem getur orðið í flestum tilfellum. ?Með þessu nýja kerfi mun Reykjanesbær halda betur utan um framkvæmdir verktaka og einnig er gerð krafa um að verktakar kynni sér betur lagnir á framkvæmdastað, tryggi réttar merkingar og hafi samband við þá aðila sem málið varðar,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastóri Umhverfis- og skipulagssviðs í grein sem hann skrifar í Víkurfréttir um málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Guðlaugur segir að Reykjanesbær mun gera kröfur á verktaka um að frágangur á viðgerðum verði með þeim hætti að viðgerðin verði ekki eina skemmdin í götunni eftir nokkur misseri eins og oft vilji verða. Farið verður fram á að útlit og gerð viðgerðarefnisins verði áþekk því efni sem er fyrir þannig að viðgerðin verði sem minnst áberandi.  Einnig verður nú farið fram á ábyrgðir á viðgerðinni þannig ef um skemmdir verða td. sig eða holumyndun þá er verktökum gert á bæta úr á sinn kostnað.  Ábyrgðartími viðgerðar eru þrjú ár.