Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verktakar á Suðurnesjum skoða mönnun framtíðarverkefna
Frá fundi SAR með verktökum innan samtakanna.
Mánudagur 21. desember 2015 kl. 09:43

Verktakar á Suðurnesjum skoða mönnun framtíðarverkefna

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, SAR, boðaði til fundar með nokkrum verktökum sem eru innan samtakana til að fara yfir þau verkefni sem eru framundan næstu árin á Reykjanesi.  Voru kynnt verkefni sem fyrirhugað er að fara í á næstu 15-20 árum fyrir um 200 milljarða. 

Góðar umræður voru á fundinum yfir hvernig hægt verði að manna þessi verkefni.  Einnig rætt um að fjölga þarf  iðnaðarmönnum og hvernig auglýsa skuli iðnaðarstörf sem framtíðarstarf  fyrir ungt fólk. Að sögn Guðmundar Péturssonar formanns SAR var ákveðið að boða til fundar með öllum verktökum á svæðinu í lok janúar eða í byrjun febrúar og fara yfir stöðuna og hvernig bregðast megi við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024