Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verktaka skólamötuneytis sagt upp
Þriðjudagur 27. apríl 2010 kl. 13:58

Verktaka skólamötuneytis sagt upp


Bæjarráð Voga hefur samþykkt að segja upp verktakasamningi við núverandi rekstaraðila skólamötuneytisins. Uppsögnin kemur í kjölfar skýrslu um mötuneytið en í henni kemur fram að matargerð verktakans hafi ekki verið í samræmi við verklýsingu og heilsustefnu skólans. Verktakanum var send skýrslan og óskað eftir viðbrögðum en svör bárust ekki, samkvæmt því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs.

„Skólastjórar og bæjarstjóri hafa ítrekað gert athugasemdir og óskað úrbóta á þeim þremur skólaárum sem samstarfið hefur verið við verktakann. Þykir þeim fullreynt að fá hann til að fylgja verklýsingunni og leggja því til að samningnum verði sagt upp með vísan til 18. liðar í Útboðs- og verklýsingu vegna mötuneytis frá maí 2007,“ segir bæjarráð í fundargerð sinni

Meirihluti bæjarráðs ítrekar að uppsögn á samningum hafi ekki áhrif á stefnu E-listans varðandi áframhald á gjaldfrjálsum skólamáltíðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024